Lögreglan á Austfjörðum á skammbyssur og kindabyssur

logreglanAustfirsku lögregluumdæmin tvö hafa yfir að ráða kindabyssum og skammbyssum. Í Seyðisfjarðarumdæmi eru skotvopnin geymd á lögreglustöðvum en hirslur fyrir skotvopn eru í bílum í Eskifjarðarumdæmi.

Í Seyðisfjarðarumdæmi eru til fimm Glock skammbyssur og þrjár kindabyssur. Vopnin eru geymd í læstum hirslum á lögreglustöðvunum á Egilsstöðum og Vopnafirði, að því er fram kemur í svari Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns, við fyrirspurn Austurfréttar.

Lögreglan á Eskifirði á „nokkur skotvopn af gerðinni Glock," segir í svari Inger L. Jónsdóttur, lögreglustjóra. Aðspurð um hvar þær séu geymdar segir hún staðsetningu þeirra „ á hverju tíma öryggismál."

Í fréttum RÚV í síðustu viku kom fram að skotvopnageymslur væru í lögreglubílum á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Höfn og í Neskaupstað.

Austurfrétt óskaði einnig eftir upplýsingum um hvaða reglur giltu um notkun byssanna, það er hver hefði heimild til að beita þeim og í hvaða tilfellum.

Bæði Inger og Óskar sögðu þær byggja á reglum ríkislögreglustjóra um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Þær eru trúnaðarmál, samkvæmt fyrirmælum fagráðuneytis lögreglumála.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.