Djúpið frumkvöðlasetur opnar á Djúpavogi

djupivogur mai14Djúpið frumkvöðlasetur opnar á Djúpavogi laugardaginn 1. nóvember næstkomandi. Djúpið er bækistöð sem veitir frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi, tengslanet og faglega ráðgjöf til að vinna að nýsköpun sinni.

„Þetta er samstarfs verkefni Austurbrúar, Afls starfsgreinafélags og Djúpavogshrepps. Það var skrifuð viljayfirlýsing í vor um að gera þetta og núna er bara komið að þessu. Það er búið að breyta húsnæðinu og það er allt tilbúið,“ segir Alfa Freysdóttir, innanhúsarkitekt og verkefnastjóri frumkvöðlasetursins.

„Við erum hér í húsnæði sem Afl á hér á Djúpavogi og þeir lána þessu verkefni húsnæðið sitt í eitt ár. Austurbrú kemur svo inn með sitt þekkingarnet og tengslanet og Djúpavogshreppur setur pening í þetta.“

Aðstaða með öllu tilheyrandi

Djúpið er aðstaða sem frumkvöðlar og einyrkjar geta tekið á leigu aðstöðu með skrifborði fyrir rekstur sinn með aðgangi að fundaraðstöðu og öllu tilheyrandi.

„Þetta er til að veita frumkvöðlum og einyrkjum aðstoð til að koma sér af stað og til að styrkja stoðirnar. Það eru rosalega margir sem eru bara við eldhúsborðið heima og svo ég tali ekki um alla sem eru í fjarnámi hérna. Við ætlum nefnilega að gera þetta þannig að þau pláss sem leigjast ekki út til frumkvöðla geta nemendur sótt um að fá að nota. Við erum að vonast til að það skapist einhver skemmtilegur kúltúr þarna inni og að þetta blómstri, það er vonin.“

Leiga á skrifborði er kr. 12.500 á mánuði og má senda umsóknir og frekari fyrirspurnir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

„Fólk er búið að bíða soldið eftir þessu. Við hefðum viljað opna fyrr en þetta hefur allt tekið sinn tíma. En dyrnar opna á laugardaginn fyrir frumkvöðla til að byrja að vinna og við erum spennt að sjá hvað gerist.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.