Erna Rut: Sátt þótt ég hafi bara fengið eina manneskju til að breyta viðhorfi sínu

erna rut runarsdottir sfk okt14Nýstúdent kallar eftir fræðslu um kynjafræði meðal nemenda og kennara í framhaldsskólum. Hún segir afar neikvætt viðhorf finnast í garð femínista meðal beggja hópanna.

„Karlrembustælar voru áberandi meðal margra eldri karlkynskennara. Mér finnst það ekki í lagi því kennararnir eiga að vera fyrirmyndir," segir Erna Rut Rúnarsdóttir frá Seyðisfirði sem í vor útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Hún var meðal frummælenda á hádegisverðarfundi sem haldinn var á kvennafrídaginn á Seyðisfirði. Þar sagði hún meðal annars frá heimsókn baráttukonunnar Hildar Lillendahl í skólann.

„Mig langaði að taka krakkana og hrista þá til eftir hann. Þau hlustuðu ekkert á Hildi, ranghvolfdu augunum og virtust líta niður á hana. Stelpurnar voru ekkert betri en strákarnir."

Erna Rut leitaði uppi félagsskap femínista í skólanum og svo fór að hún varð varaformaður félagsins. Hún lýsti því sem létti þegar slík félög skutu upp kollinum í fleiri skólum og kallaði eftir aukinni kynjafræði í skólum.

Hún rifjaði einnig viðhorfið sem hún hefði fundið hjá vinkonum sínum heima á Seyðisfirði. „Við fórum á rúntinn og vorum að tala um vin okkar sem er formaður femínistafélagsins á Bifröst. Hún talaði um að henni þætti það asnalegt því femínistarnir væru ógeðslega leiðinlegir.

Hún var vandræðaleg þegar ég sagði: „Já, en þú veist að ég er formaður femínistafélags?" Ég er sátt við mitt þótt ég hafi bara fengið eina manneskju til að breyta viðhorfi sínu."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.