Orkumálinn 2024

Heydalaprestur vill aðgerðir til að fjölga í þjóðkirkjunni

forseti stodvarfjordur 0059 webGunnlaugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum í Breiðdal, leggur til að kirkjuráð skipi þriggja manna starfshóp sem vinni tillögur sem miði að því að fjölga meðlimum í þjóðkirkjunni.

Tillaga Gunnlaugs er meðal þingmála sem liggja fyrir kirkjuþingi sem hófst í morgun. Í greinargerð sr. Gunnlaugs segir að tilgangur málsins sé annars vegar að afla sem gleggstra tölulegra gagna um stöðu þjóðkirkjunnar, einkum vegna fækkunar og hins vegar að marka stefnu um hvernig hægt sé að bregðast við úrsögnum úr þjóðkirkjunni.

Fram kemur að þótt íbúum í landinu hafi fjölgað um 50 þúsund frá árinu 1998 hafi sóknarbörnum fækkað um 450 á sama tíma. Þetta þýðir að hlutfall þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur á tímabilinu fækkað úr tæpum 90% í rúm 75%. Fækkunin er mest meðal 16 ára og yngri.

„Neðangreindar tölur sýna að það fækkar í þjóðkirkjunni og því er þörf á átaki til að snúa þessari þróun við," segir í greinargerð Gunnlaugs.

Þar kemur fram að nokkrar leiðir hafi verið ræddar til að bregðast við. Aðaláherslan sé á að kynan félagsmannatal betur meðal þjóna kirkjunnar og halda vel utan um það. Upplýsa þurfi sóknarnefndarfólk um fjölda skírðra og fermdra barna þannig sóknarnefnd á hverjum stað geti brugðist við.

Enn fremur bendir Gunnlaugur á að þróunin sé svipuð á hinum Norðurlöndunum. Hlutfall útfara á vegum kirkjunnar sé svipað og áður en skírnum, hjónavígslum og ferminum hafi fækkað.

Finnskar rannsóknir sýna að unga fólkið telji kirkjuna ekki höfða til þess eða hún hafi enga persónulega þýðingu fyrir það en eldra fólk nefni að kirkjan hafi brugðist því eða valdið vonbrigðum.

Aðrar ástæður eru líka nefndar, eins konar pólar, þ.e. þeir sem segja sig úr kirkjunni vegna þess að kirkjan sé ekki nógu umburðarlynd og of íhaldssöm, meðan aðrir yfirgefa kirkjuna vegna þess að kirkjan sé offrjálslynd og sveiflist um of eftir tíðarandanum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.