Húsfyllir á hádegisfundi á kvennafrídaginn á Seyðisfirði: Ójafnréttis gætir enn í hugsunarhætti okkar

kvennafridagur sfk 14 0009 webÁ sjötta tug kvenna sótti hádegisverðarfund á Seyðisfirði í dag sem haldinn var í tilefni kvennafrídagsins. Skipuleggjandi viðburðarins segir enn töluvert óunnið í jafnréttisbaráttunni þótt jafnrétti eigi að vera bundið í lög.

„Mér finnst mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar um að þótt lögin segi að kynin séu jöfn er samfélagið okkar ekki þannig mótað. Það gætir enn ójafnréttis í hugsunarhætti okkar," segir Sandra Rut Skúladóttir sem skipulagði hádegisverðarfundinn.

„Ég er mjög ánægð með mætinguna hingað í dag. Hún segir okkur að fólk er að hugsa um þessi málefni."

Það var 24. október árið 1975 sem íslenskar konur lögðu niður vinnu og komu saman víða um land á baráttufundum í tilefni af ári kvenna. Seyðisfjarðarkaupstaður gaf öllum konum sem starfa hjá sveitarfélaginu frí frá klukkan 11:50 og fleiri fyrirtæki og stofnandi fylgdu því fordæmi.

Þetta er annað árið í röð sem þetta er gert en Sandra segist hafa ýtt hugmyndinni áfram til að vekja fólk um kynbundinn launamun.

„Lagalega séð er komið á jafnrétti en veruleikinn er ekki þannig. Það eru ýmsar kynjamyndir í samfélagi okkar sem við tökum ekki eftir sem móta hugarfar okkar."

Til að vinna gegn þessum staðalhugmyndum telur Sandra að efla þurfi kynjafræðslu í skólum þannig fyrr verði byrjað að innleiða jafnréttissjónarmið í huga nemenda. Sú fræðsla snýr ekki síst að kennurum.

„Við þurfum að innleiða hugsunina alla leið niður í leikskólana og tryggja að kennararnir séu meðvitaðir, þannig þeir bjóði til dæmis stelpum jafn oft að leika sér með bíla og strákunum og strákunum jafn oft með dúkkur og stelpunum," segir Sandra sem lokið hefur meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.