Búið að urða hvalinn við Breiðdalsvík

burhvalur 2 hihBúrhvalurinn, sem rak á land við Snæhvamm í Breiðdal fyrir viku, hefur verið urðaður þar í fjörunni. Landeigandi nýtti sér rétt til að nýta tennurnar úr dýrinu.

Hvalurinn strandaði í fjörunni aðfaranótt síðasta föstudags en var lifandi þegar fyrst var byrjað að skoða hann um hádegisbilið. Hann var í svokallaðri Stapavík um hálfum kílómetra vestan við Snæhvamm sem er austasti bær í Breiðdal og næstur Kambanesskriðunum.

Hratt dró af hvalnum og var hann dauður seinni part dags. Um var að ræða lítið karldýr, 13 metra langt. Hann bar ekki ummerki um átök önnur en við risasmokkfiska, sem eru helsta fæða búrhvala.

Landeigendur nýttu rétt sinn til að hirða tennur hvalsins, sem teljast verðmætar. Með því tóku þeir einnig ábyrgð á frágangi hræsins sem var urðað í fjörunni.

Mynd: Hákon Hansson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.