Orkumálinn 2024

Ekki áhyggjur af brennisteini eða flúor í gróðri í byggð

eldgos flug 0199 webNiðurstöður rannsókna á grassýnum af átta austfirskum bæjum gefa ekki til kynna ástæðu til að hafa áhyggjur af brennisteini eða flúor í byggð. Meira er þó af efnunum þar en í fyrra, trúlega vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér í dag en starfsmaður hennar safnaði sýnum af átta bæjum í Fljótsdal, Fellum, Skriðdal, Breiðdal og Berufirði í lok september.

Niðurstöður mælinganna voru bornar saman við greiningar á sýnum sem tekin voru sumarið 2013 á sömu túnum á fimm af þessum átta bæjum.

Flest efnin eru hærri í þeim sýnum sem nú voru tekin en í viðmiðunarsýnunum og fjögur efnanna eru töluvert hærri, það eru brennisteinn, kalsíum, magnesíum og mangan.

Í tilkynningunni segir að það komi ekki á óvart að brennisteinninn sé hærri en hitt komi meira á óvart. Ýmis steinefni eru oft hærri í grasi sem vex eftir slátt og gæti það skýrt eitthvað af þessum mun. Öll túnin höfðu verið slegin a.m.k. einu sinni um sumarið. Nokkuð hafði rignt dagana fyrir sýnatöku.

Skýringin gæti einnig verið sú að sýnin voru tekin nokkru seinna en venjulega er slegið og aukningin gæti þá tengst vetrun grasanna og sölnun.

Þótt gosið í Holuhrauni sé hraungos kemur mikið upp af fínum rykögnum sem innihalda ýmis steinefni. Ef til vill eiga þessar rykagnir einhvern þátt í hærri gildum. Flúor í sýnunum er ekki hár en hann skolast fljótt úr ef rignir.

Hafi hann hækkað á gostímanum hefur hann náð að hreinsast úr með rigningunni sem kom fyrir sýnatökuna. Gera má ráð fyrir að þessar niðurstöður megi yfirfæra á hagagróður í svipaðri fjarlægð frá eldstöðinni. Fleiri sýnatökur eru fyrirhugaðar þegar vorar.

Af þessum niðurstöðum má álykta að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af brennisteini og flúori í gróðri eins og er, og nú styttist í að fé verði tekið á hús og hrossum gefið hey.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.