Erla Dóra Vogler nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs

erla dora vogler web1Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona, hefur verið ráðin nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Fjórtán sóttu um stöðuna sem sveitarstjórinn segir sanna að háskólamenntað fólk vilji búa á landsbyggðinni.

Ráðning Erlu Dóru tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. Hún hefur lokið meistaranámi í jarðfræði við Háskóla Íslands og sambærilegri gráðu í óperusöng frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg.

Í síðustu fundargerð hreppsnefndar kemur fram að Erla Dóra hafi víðtæka reynslu af ferða- og menningarmálum og hefur undanfarin ár m.a. starfað fyrir Raunvísindastofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun Íslands, Breiðdalssetur og Upplýsingamiðstöð Austurlands.

Hún var valin úr hópi fjórtán umsækjenda sem nær allir voru háskólamenntaðir og með reynslu af ferða- og menningarmálum eða hvoru tveggja.

„Það eitt og sér er mjög ánægjulegt og færir okkur enn á ný heim sanninn um það að háskólamenntað fólk vill búa á landsbyggðinni fái það störf við hæfi – þótt oft sé reynt að halda öðru fram," segir Gaut Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps.

Hann segir næg verkefni bíða nýs ferðamálafulltrúa. „Ferðamönnum í Djúpavoghreppi fjölgar stöðugt auk þess sem mörg spennandi verkefni eru í gangi á menningarsviðinu s.s. við endurbyggingu gamalla húsa og Cittaslow."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.