Hvasst á Seyðisfirði: Hurð af Þórshamri fauk út á sjó

thorshamar ovedur 21102014 omarbBjörgunarsveitarmenn úr Ísólfi á Seyðisfirði komu til hjálpar á ellefta tímanum í morgun þegar hurð á suðurgafli hússins Þórshamars fauk upp. Bálhvasst hefur verið á Seyðisfirði í nótt og í morgun.

Svo heppilega vildi til að aðsetur björgunarsveitarinnar er í næsta húsi og þar voru félagar úr Ísólfi staddir. Þeir hentust því út og byrgðu fyrir opið.

Ekki urðu frekari skemmdir á húsinu en hurðin fauk á haf út. Vindstreng liggur niður eftir firðinum og er bálhvasst á svæðinu.

Þórshamar er eitt svokallaðra Bryggjuhúsa í Hafnargötu. Það var byggt árið 1882 af dönsku síldveiðifélagi en komst í eigu Ottó Wathne þegar veiðifélagið hætti störfum.

Á Borgarfirði fór björgunarsveitin á bát út á fjörðinn að sækja lok er fokið hafði af heitum potti. Vont var í sjóinn og var snúið við áður en lokið fannst.

Björgunarsveitarmenn að störfum við Þórshamar í morgun. Mynd: Ómar Bogason

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.