Forsvarsmenn almannavarna væntanlegir austur til að ræða sameiginlega viðbragðsáætlun

almannavarnir 22082014 0005 webFulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eru væntanlegir austur á morgun til að hefja undirbúning að samræmdi viðbragðs- eða rýmingaráætlun fyrir Austurlands vegna mögulegs eldgoss í Bárðarbungu.

Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi var samþykkt ályktun þar sem kallað var eftir að gerði yrði samræmd áætlun fyrir svæðið en tvær almannavarnanefndir starfa á svæðinu, önnur undir sýslumanninum á Seyðisfirði, hin undir sýslumanninum á Eskifirði.

Að stærstum hluta eru það hins vegar sveitarfélögin í hvoru umdæmi fyrir sig sem tilnefna nefndarmenn og standa að nefndunum. Ríkislögreglustjóri eða almannavarnadeild embættisins aðstoða síðan við gerð samræmdra áætlana, svo sem um viðbrögð sveitarfélaganna.

Frá því að jarðhræringarnar hófust við Bárðarbungu hafa austfirskir lögreglustjórar, yfirlögregluþjónar, lögreglumenn og löglærðir fulltrúar setið fundi með almannavörnum með vísindamönnum þar sem farið hefur verið yfir stöðuskýrslur og líklegar sviðsmyndir.

vettvangsstjórnir mikið hlutverk eftir breytingar á lögunum frá árinu 2008. Áður en gosið í Holuhrauni hófst var lýst yfir hættustigi skv. skilgreiningum í vástigareglugerð. Aðgerðarstjórn kom formlega saman einu sinni vegna yfirvofandi eldgoss áður en hið eiginlega eldgos hófst.

Almannavarnanefnd á fulltrúa í aðgerðastjórn sem fylgist með og nefndin tekur síðan ákvarðanir um fjárútlát og hefur frumkvæði að gerð viðbragðsáætlana.

Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði óskaði eftir því í síðustu viku að fengið yrði liðsinni almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra við gerð sameiginlegrar viðbragðsáætlunar.

Til fundarins, sem haldinn verður á Egilsstöðum, eru væntanlegir Víðir Reynisson, deildarstjóri, Björn Oddsson jarðfræðingur hjá almannavörnum og Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.