Orkumálinn 2024

Hvernig getum við bætt menntun barnanna okkar? Illugi ræðir menntamál á opnum fundum á Austurlandi

Illugi GunnarssonIllugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, býður íbúum Austurlands að hitta sig á opnum fundum og ræða hvernig hægt sé að bæta menntun barna á Íslandi á miðvikudaginn 17. september.

Á fundunum mun menntamálaráðherra kynna hvítbók um menntun og hvernig við sem samfélag getum bætt meðal annars læsi og námsframvindu barna okkar. Þá mun hann einnig ræða leiðir til að efla verk- og tækninám.

Fundirnir verða haldnir á miðvikudaginn, 17. september klukkan 12 á Hótel Héraði á Egilsstöðum og klukkan 17 í Menningarmiðstöðinni á Eskifirði. 

Fundirnir eru öllum opnir og eru kennarar, foreldrar og allir þeir sem hafa áhuga á menntun boðnir sérstaklega velkomnir.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.