Skólaþing haldið í fyrsta skipti á Seyðisfirði í dag

HerðubreiðAthyglisverður viðburður verður á Seyðisfirði í dag kl 17: 30 þegar Seyðisfjarðarskóli stendur í fyrsta skipti fyrir skólaþingi. Allir foreldrar og forráðamenn eru boðaðir á þingið. Jafnframt eru nemendur frá 6. bekk og upp úr kallaðir til. Þessir aðilar munu, ásamt starfsfólki, skólans setjast í umræðuhópa og kryfja mikilvægar spurningar um skólastarfið.

Skólastjórnendur leggja áherslu á að sem flestir mæti til þingsins svo við getum unnið saman að mótun stefnu Seyðisfjarðarskóla. Nú er tækifæri fyrir foreldra og nemendur að láta í sér heyra á uppbyggilegan hátt. Þingforseti verður Ólafur H. Jóhannsson fyrrverandi kennari, skólastjóri og lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þátttakendum verður boðið upp á súpu og brauð í matarhléi. Stefnt er að því að skólaþingið verði áralegur viðburður.

Skólaþing Seyðisfjarðarskóla verður haldið í félagsheimilinu Herðubreið þriðjudaginn 16. september kl 17:30-20:00.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.