Orkumálinn 2024

Akrafellið flutt til Mjóeyrarhafnar

akrafell strand 06092014 0113 webTil stendur að flytja Akrafell, flutningaskip Samskipa sem strandaði við Vattarnes fyrir viku, úr Eskifjarðarhöfn til Mjóeyrarhafnar í dag. Þar stendur til að afferma skipið.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samskip sendu frá sér síðdegis. Akrafellið hefur verið bundið við bryggju á Eskifirði síðan á sunnudagsmorgun þar sem unnið hefur verið við að þétta skipið og koma í veg fyrir frekara tjón og fyrirbyggja mengun.

„Dæling úr skipinu gengur vel og tæknimenn vinna að því lágmarka tjón í vélarrúmi," segir í tilkynningunni.

„Áætlað er að flytja skipið að Mjóeyri við Reyðarfjörð þar sem farmurinn verður losaður. Gert er ráð fyrir að losun farms hefjist á morgun. Undirbúningur og framkvæmd á flutningi skipsins er unnin í samráði við hlutaðeigandi aðila."

Dráttarbátur frá Höfn í Hornafirði, Björn Lóðs og hafnsögubáturinn Vöttur munu aðstoða við flutning á Akrafellinu frá Eskifirði til Reyðarfjarðar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.