Orkumálinn 2024

Eldgosið í Holuhrauni séð frá Fjallkolli í Hrafnkelsdal

Eldgos-9428Hraungosið í Holuhrauni helst stöðugt þó ekkert lát sé jarðskjálftavirkni á svæðinu. Bjarminn af gosinu sést víða og fylgjast margir með úr fjarlægð. Blaðamaður Austurfréttar slóst í för með Aðalsteini Sigurðarsyni, bónda á Vaðbrekku þegar hann skellti sér upp á Fjallkoll til að freista þess að ná myndum af gosinu.

Mikið rok var á svæðinu þegar komið var á áfangastað og skylirðin fyrir myndatöku fekar erfið. Þessa mynd tók Aðalsteinn á Fjallkolli kl 01:00 s.l. nótt, og eins og sjá má sést bjarminn og eldtungurnar greinilega yfir í Hrafnkelsdal.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.