Orkumálinn 2024

Davíð Þór skipaður héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi

david thor jonsson 2007Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa Davíð Þór Jónsson, guðfræðing, í embætti héraðsprests í Austurlandsprófastsdæmi. Skipunin tekur gildi frá og með 1. nóvember 2014.

Davíð Þór lauk guðfræðinámi árið 2011 og starfaði eftir það sem fræðslufulltrúi Múlaprófastsdæmis í afleysingum.

Frestur til að sækja um embættið rann út 13. ágúst en auk Davíðs Þórs sótti Elvar Ingimundarson, guðfræðingur um.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn héraðsnefndar í prófastsdæminu.

Davíð Þór er landskunnur fyrir verk sín sem grínisti, rithöfundur og ritstjóri. Hann er í sambúð með Þórunni Grétu Sigurðardóttur, tónskáldi úr Fellum.

Þorgeir Arason, nýskipaður sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli, gegndi áður stöðu héraðsprests.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.