Orkumálinn 2024

Engar busavígslur í VA og ME í ár: Þetta gengur bara ekki lengur!

busun me 0027 webBusavígslur hafa verið árviss viðburður í skólum landsins í byrjun nýs skólaárs. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar hefðar sem nú eru bannaðar í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Þessa dagana eru framhaldsskólar landsins að hefja nýtt skólaár og er hvarvetna kappkostað að taka vel á móti nýnemum. Flestir þekkja hins vegar hinar hefðbundnu busavígslur sem hefur verið fastur liður í skólunum í mörg herrans ár og fara fram í upphafi skólaárs.

Þær ganga út á það að eldri nemendur skólana vígja inn þá nýju. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar hefðar þar sem oft hefur viðgengist harkalegar aðfarir við móttöku nýnema og skapast árlega umræður um hvort það ætti ekki að banna þær fyrir fullt og allt.

Sú er einmitt raunin í ár þar sem flestir framhalds- og menntaskólar landsins hyggjast leggja niður hefðbundnar busavígslur og er Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum einir af þeim.

„Við höfum reyndar verið að draga úr þessari hefðbundnu busavígslu undanfarin ár hér í VA og lagt frekar áherslu að taka á móti nýnemum með jákvæðum og uppbyggilegum hætti, t.d með því að bjóða þeim í bíó og til veislu“, segir Elvar Jónsson skólameistari í VA.

„Því verður ekki um að ræða að eldri nemendur vígi nýnema inn í skólann á ár, heldur mun stjórn NÍVA skipuleggja nýnemamóttöku föstudaginn 5. September þar sem lögð verður áhersla á jákvæða og uppbyggilega dagskrá“.

„Við erum alveg búin að taka fyrir þetta hér í ME, busavígslur er nú með öllu bannaðar“, segir Helgi Ómar Bragason skólameistari í ME.

„Allir framhaldsskólar á landinu eru sammála um að taka þessa hefð út og við tökum undir með þeim, þetta fer svo oft úr böndunum að þetta gengur ekki lengur. Við ætlum að taka upp nýnema inntöku og erum við að útfæra það með nemendum hvernig sú athöfn muni fara fram. Nemendur eru samt að taka misjafnt í þetta og það eru ekki allir sáttir, en ég tel að það taki svona 1-2 ár að festa þetta í sessi“, segir Helgi að lokum.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.