Vilja ekki flutningamiðstöð í miðbæinn: Yfir 200 Reyðfirðingar vilja átak í skipulagi miðbæjarins

reydarfjordur 14082014 0001 webYfir 200 Reyðfirðingar skráðu nýverið nafn sitt á undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld Fjarðabyggðar að gera átak í skipulagsmálum miðbæjarins. Íbúarnir leggjast gegn fyrirætlunum Samskipa um að færa vöruflutningamiðstöðina inn í miðbæinn.

Það var Jens Garðar Helgason formaður bæjarráðs sem tók á móti undirskriftarlistanum úr hendi Ásmundar Ásmundssonar forsvarsmanni áhugahóps um betri miðbæ á Reyðarfirði.

Með undirskriftunum er farið fram á að miðbærinn verði deiliskipulagður til samræmis við aðalskipulag Reyðarfjarðar. Aðalskipulagið var samþykkt árið 2007 en hefur ekki verið deiliskipulagt eftir það.

Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir kjarna þjónustu og verslunar á svæðinu í kringum Molann á Reyðarfirði. Samskip hefur hins vegar sótt um að fara inn í húsið utan við Molann sem áður hýsti Eimskip og neðan Molans er flokkunarmiðstöð Gámaþjónustu Austurlands.

Íbúarnir telja þessa starfsemi ekki samræmast skipulaginu og í vetur var útgáfa á starfsleyfi Gámaþjónustunnar kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Í yfirskrift undirskriftalistanna segir að mikilvægir áfangar hafi undanfarin náðst í að „móta miðbæ Reyðarfjarðar sem fjölskylduvænan miðbæ eins og að var stefnt með aðalskipulagi.

Við teljum að án nýs deiliskipulags sé þeirri þróun ógnað og verði svo að vöruflutningamiðstöð rísi á ný í miðbænum yrði það gríðarlega mikil afturför.

Sökum þessa krefjumst við að miðbærinn verði deiliskipulagður og að bæjaryfirvöld geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að vöruflutningamiðstöð rísi á ný að Hafnargötu 5."

Reyðfirðingar sem Austurfrétt ræddi við segja að þeir hafi sætt sig við verri brag á miðbænum á meðan framkvæmdir við álverið hafi staðið yfir en fyrirheit hafi verið gefin um að hann yrði lagfærður eftir að þeim lyki.

Úrbæturnar telja þeir hafa tafist þótt vel hafi verið gert í kringum höfnina. Þá megi taka til víða á svæðinu og það standi upp á lóðaeigendur.

Austurfrétt fór í kvöldgöngu um svæðið.

reydarfjordur 14082014 0003 webreydarfjordur 14082014 0024 webreydarfjordur 14082014 0036 webreydarfjordur 14082014 0040 webreydarfjordur 14082014 0041 webreydarfjordur 14082014 0044 webreydarfjordur 14082014 0045 webreydarfjordur 14082014 0050 webreydarfjordur 14082014 0052 webreydarfjordur 14082014 0055 webreydarfjordur 14082014 0056 webreydarfjordur 14082014 0062 webreydarfjordur 14082014 0066 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.