Orkumálinn 2024

Ferðamenn sýna skilning á aðstæðum: Rýmingu lokið vegna jarðhræringa við Bárðarbungu

bardarbunga kortLokið var við að rýma svæðið norðan Dyngjujökuls upp úr klukkan þrjú í nótt en lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði ákváðu að gera það í öryggisskini vegna hættu á eldgosi í Bárðarbungu og hamfarahlaupi í Jökulsá á Fjöllum.

„Þetta gekk vel en tók tíma enda seinfarið svæði. Andinn í þeim ferðamönnum sem við töluðum við var góður og virtust þeir hafa skilning á aðstæðunum," segir Hjalti Bergmar Axelsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Egilsstöðum sem fór upp eftir í gærkvöldi.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum var lokið við að rýma svæðið upp úr klukkan þrjú í nótt. Lögreglan á Egilsstöðum fór upp í Kverkfjöll og Hvannalindir og lokaði Brúarleið og veginum suður frá Möðrudal.

Stöðug virkni er í norðvestanverðum Vatnajökli og er aðalvirknin norðaustur af Bárðarbungu. Yfir 300 skjálftar hafa mælst frá miðnætti og var stærsti skjálftinn að stærðinni 3.0. Þá varð einnig skjálfti inní Bárðarbunguöskjunni að stærð 2.7, en engin merki eru um gosóróa.

Svæðið var rýmt í öryggisskyni þó engin merki hafi verið um gos, þar sem óframkvæmanlegt yrði að rýma svæðið ef jökulhlaup yrði frá Vatnajökli vegna goss.

Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur í dag eftirlitsflug yfir svæðið ásamt vísindamönnum og mun meðal annars kanna hvort enn sé fólk á svæðinu. Þá mun lögreglan og björgunarsveitir fylgja eftir lokunum á svæðinu.

Mynd: Landmælingar Íslands

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.