Orkumálinn 2024

Ólafur Áki ráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði

ibuafundur bdalsvik mars14 0010 webGengið hefur verið frá ráðningu Ólafs Áka Ragnarssonar sem sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Hann hefur gegnt stöðu verkefnastjóra sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú síðustu ár.

Þetta staðfesti Eyjólfur Sigurðsson, oddviti sveitarstjórnar, við Austurfrétt. Í tilkynningu frá Vopnafjarðarhrepp segir að full samstaða ríki innan sveitarstjórnarinnar um ráðninguna.

Nítján sóttu um starfið en tveir drógu umsókn sína til baka. Capacent aðstoðaði sveitarstjórnina við ráðningarferlið.

Ólafur Áki var sveitarstjóri Búlandshrepps og síðar Djúpavogshrepps í sextán ár og síðar bæjarstjóri í Ölfusi í átta ár. Síðastliðin fjögur ár hefur hann starfað hjá Þróunarfélagi Austurlands og síðar Austurbrú.

Ólafur Áki hefur jafnframt setið í fjölmörgum nefndum og ráðum og má þar meðal annars nefna setu hans í stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, samgöngu- og stóriðjunefnd á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og stjórn Héraðsskjalasafns Austurlands. Hann hefur jafnframt setið í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Gert er ráð fyrir að hann komi til starfa 1. september.

Ólafur Áki, lengst til hægri á mynd, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.