Mikil millilandaflugferð um Egilsstaðaflugvöllum

flugvollur egs 25072014 0011 webTöluverð millilandaflugumferð hefur verið um Egilsstaðaflugvöll að undanförnu. Í hádeginu á föstudag voru þar fjórar vélar, þar af þrjár erlendar.

Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA hafa bæði verið þar á ferðinni vélar í ferjuflugi og einkaþotur, bæði með fólk í vinnuflugi og veiðiferðum. Þá hafa Færeyingar komið þegar ekki hefur verið hægt að lenda þar.

Flugvél Atlantic Airways beið þannig af sér þoku í Færeyjum á föstudag. Þar var á sama tíma vél frá Flugfélagi Íslands í áætlunarflugi og tvær einkaþotur, báðar af gerðinni Falcon frá Dassault.

Önnur vélin var 12 sæta Falcon 900 smíðuð árið 1987 í eigu Safe Flight Instrument í New York. Hin var þrettán sæta Falcon 2000EX, smíðuð árið 2012 í eigu Grey Falcon fjármálafyrirtækis í Sviss.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.