Orkumálinn 2024

Miklar framkvæmdir við malbikun á Austurlandi

malbikun fagridalur juli14Vegagerðin hefur síðustu vikur unnið að viðhaldi á bundnu slitlagi á vegum á Austurlandi. Hámarkshraði er því víða takmarkaður og varað við steinkasti.

Verktakinn Borgarverk hefur síðustu daga verið á mið-Austurlandi, á Fagradal og þar áður Fjarðarheiði en viðgerðum á sunnanverðum Austfjörðum er lokið.

Í framhaldinu verður farið á Möðrudalsfjöll og Vopnafjörð. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir verslunarmannahelgi ef vel viðrar.

Einnig er lokið í ár við brýnustu viðhaldsverkefni á malbiki á þjóðvegum á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði og Djúpavogi .

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.