Orkumálinn 2024

Rólegt hjá lögreglunni þrátt fyrir fjölda fólks á svæðinu

logreglanUmferðin í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum hefur gengið vel þrátt fyrir fjölda ferðamanna á svæðinu. Bílvelta varð á Jökuldal fyrr í dag en ökumaður slapp þar ómeiddur.

„Umferðin hefur gengið rosalega vel þótt hún sé mikil," segir Snjólaug Guðmundsdóttir hjá lögreglunni á Egilsstöðum.

Bílinn sem valt á milli Hjarðarhaga og Skjöldólfsstaða í morgun mun vera ónýtur en ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur.

Snjólaug segir „ekki hægt að kvarta" undan umferðinni en aðstæður á austfirskum vegum eru misjafnar þar sem slitlag hefur lagt á þá undanfarna daga.

Fjöldi ferðafólks er á svæðinu. Straumurinn hefur legið austur í sólina og tjaldsvæði eru þétt setin. Slys varð í Atlavík í fyrradag þar sem stúlka slasaðist þegar hún ætlaði að stytta sér leið undir fellihýsi en í þann mund var keyrt af stað með það. Hún var flutt á Akureyri til aðhlynningar en meiðsli hennar voru ekki jafn alvarleg og fyrst var óttast.

Þá kom Norræna til Seyðisfjarðar í morgun og margir eru á leið á Borgarfjörð þar sem Bræðslan verður haldin um helgina.

„Þetta hefur gengið vel og verið afar rólegt miðað við allan þann fjölda sem er á svæðinu," segir Snjólaug.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.