Sautján karlar vilja starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps

vopnafjordur 02052014 0004 webSautján karlmenn en engin kona sækja um starf sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps. Meðal umsækjenda eru Hrafnkell Lárusson, fyrrverandi héraðsskjalavörður og Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri sveitarstjórnamála hjá Austurbrú.

Umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þorsteinn Steinsson, sem gegnt hefur starfinu undanfarin sextán ár, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grundarfjarðar.

Ráðgjafarfyrirtækið Capacent er sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps til ráðgjafar í vinnuferlinu.

Í frétt á vef Vopnafjarðarhrepps segir að vænta megi frétta „innan skamms tíma" af því hver verði næsti sveitarstjóri.

1. Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur
2. Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur
3. Einar Kristján Jónsson, verkefnastjóri
4. Elvar Ingimundarson, guðfræðingur
5. Hallgrímur Ólafsson, viðskiptafræðingur
6. Heimir Gunnarsson, tæknifræðingur
7. Hrafnkell Lárusson, sagnfræðingur
8. Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur
9. Jóhannes Hermannsson, framkvæmdastjóri
10. Jón Hrói Finnsson, stjórnsýslufræðingur
11. Jónas Vigfússon, MBA og byggingarverkfræðingur
12. Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur
13. Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri
14. Ragnar Hannes Guðmundsson, viðskiptafræðingur
15. Steingrímur Hólmsteinsson, rekstrarstjóri
16. Tryggvi Þór Gunnarsson, fv. bæjarfulltrúi
17. Þorbjörn Ólafsson, markaðsfræðingur

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.