Lárus Bjarnason sýslumaður Austurlands

larus bjarnason pixladurLárus Bjarnason, sýslumaður á Seyðisfirði, hefur verið skipaður sýslumaður í nýju Austurlandsumdæmi. Ný skipan sýslumannsembætta tekur gildi 1. janúar.

Tilkynnt var um skipan Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, á sýslumönnunum í dag. Ákvörðunin er tekin í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar.

Þann 1. janúar fækkar embættunum úr 24 í 9 en markmiðið er að skapa stærri og öflugri embætti sem eiga að geta tekið við nýjum verkefnum.

Lögreglustjóraembættum verður fækkað að sama skapi og þar verður einnig til eitt Austurlandsumdæmi. Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins verður lokin við skipan í þau embætti á næstu dögum.

Nýjum sýslumönnum verður nú falið að undirbúa innra skipulag hinna nýju embætta, þjónustu þeirra og starfsemi að öðru leyti en ný umdæmaskipan tekur gildi um næstu áramót.

Ráðherra ákveður, að höfðu samráði við viðkomandi sýslumann, sveitarstjórnir, landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri hvar aðalskrifstofur sýslumanna skulu vera og hvar aðrar sýsluskrifstofur verða starfræktar og hvaða þjónustu þar skuli veita.

Nú þegar hafa umræðuskjöl verið birt til kynningar og samráðs um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra embætta og hafa ráðuneytinu borist fjölmargar ábendingar og athugasemdir sem farið verður yfir með nýskipuðum sýslumönnum.

Í tillögunum var gert ráð fyrir að sýslumaður Austurlands yrði á Seyðisfirði en lögreglustjóri á Eskifirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.