Samið um markaðssetningu á Fljótsdalshéraði

thjonustusamfelag samningur webFerðaþjónustufyrirtækið Austurför mun hafa yfirumsjón með markaðssetningu og verkefnastjórnun fyrir nýstofnuð samtök þjónustufyrirtækja á Fljótsdalshéraði. Félagið fær stuðning frá sveitarfélaginu til að fylgja markaðssetningu þjónustusamfélagsins eftir.

Samningar þar að lútandi voru undirritaðir fyrir skemmstu. Markmið félagsins eru meðal annars að stuðla að fjölgun viðskiptavina hagsmunaaðila, lengja dvöl þeirra gesta sem heimsækja svæðið hverju sinni, fjölga ferðamönnum og þá ekki síst utan hins hefðbundna ferðamannatíma og efla Egilsstaði sem verslunar og þjónustumiðstöð.

Þau fyrirtæki sem gerst hafa aðilar að félaginu greiða til þess aðildargjöld en sveitarfélagið leggur einnig til fjármuni til að ráða starfskrafta. Austurför tekur að sér verkefnastjórn fyrir félagið.

Í því felst meðal annars að markaðssetja og kynna Héraðið sem áhugaverðan áfangastað ferðafólks og Egilsstaði sem þjónustu- og verslunarmiðstöð. Sérstaklega er lögð áhersla á markaðssetningu ferðaþjónustu, verslunar og annarrar þjónustu.

Þá á að leita leiða til að skipuleggja þátttöku eða aðkomu verslunar, ferðaþjónustu og þjónustuaðila að viðburðum sem hagnýst geta atvinnugreinunum.

Austurför mun hafa umsjón með vefsíðunni www.visitegilsstadir.is sem opnuð verður innan skamms og að koma umfjöllun í fjölmiðla.

Þá aðstoðar Austurför við daglega umsýslu félagsins og fjáröflun.

Sigrún Hólm Þorleifsdóttir, formaður Þjónustusamfélagsins og Heiður Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Austurfarar við samningsundirritunina. Mynd: Þjónustusamfélagið á Héraði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.