Dæmdur fyrir löðrung og brotnar rúður en mótaðilinn sýknaður fyrir sjálfsvörn

heradsdomur domsalurHéraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið karlmann fyrir að hafa löðrungað annan mann í áflogum og valdið spjöllum á bifreið hans. Hann stefndi hinum manninum fyrir að hafa nefbrotið sig en sá var sýknaður á grundvelli neyðarvarnar.

Atvikið átti sér stað við heimili þess dæmda á sunnudagsmorgni haustið 2012. Hann var heima ásamt konu sinni og systur hennar en hinn maðurinn kom þangað og átti tal við systurina í bíl sínum.

Hann mun ekki hafa verið velkominn að heimilinu og brást dæmdi við með því að rífa hann út úr bílnum á hárinu. Tókust þeir á nokkra stund þar til dæmdi löðrungaði gestkomandann og sá svaraði fyrir sig með hnefahöggi og nefbraut dæmda.

Sá var nokkra stund að ranka við sér en stóð upp aftur og veittist að gestinum. Sá faldi sig bakvið bíl sinn sem dæmdi grýtti og braut í tvær rúður.

Af framburði vitna má ráða að áflogin hafi staðið í hálftíma. Þau voru að mestu búin þegar lögreglu bar að garði.

Í dóminum kemur fram að gesturinn hafi verið í slíku uppnámi þegar hann kom á lögreglustöð til að líma plast fyrir brotnar rúður bifreiðar sinnar að lögreglan hafi þurft að gera það fyrir hann.

Játning húsráðanda þótti vera honum til refsimildunar en hann taldist ekki eiga sér neinar málsbætur. Hann var dæmdur í 150 þúsund króna sekt og greiðslu rúmlega 180 þúsund króna í málskostnað fyrir löðrunginn og brotnu rúðurnar.

Gesturinn var sýknaður því þrátt fyrir að hafa nefbrotið dæmda taldi dómari hnefahöggið ekki hafa verið öflugri árás heldur en þá sem hann að verjast.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.