Norræna verður á Seyðisfirði næsta vetur

Runi V Poulsen webForstjóri Smyril-Line segir ekkert hæft í sögusögnum um að ákvarðanir hafi teknar um að Norræna sigli til Eskifjarðar strax næsta vetur. Ástandið á Fjarðarheiði þurfi hins vegar að hafa í huga við gerð langtímaáætlana.

„Eins og ég hef áður sagt þá hefur Norröna siglt árum saman til Seyðisfjarðar, siglir þangað enn og ég get staðfest að Norröna mun einnig á komandi vetri sigla til Seyðisfjarðar. Þess vegna get ég staðfest að þessar sögusagnir eru ekki sannar," segir Rúni Van Poulsen, forstjóri Smyril-Line, í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Hann ítrekaði hins vegar áhyggjur af færðinni yfir Fjarðarheiðinni. „Eins og við vitum öll þá er vegurinn yfir Fjarðarheiði, sérstaklega yfir veturna, vandamál sem við þurfum að hafa í huga við gerð langtímaáætlana."

Eins og kunnugt er hafa forsvarsmenn Norrænu átt við viðræðum við fulltrúa Fjarðabyggðar um að ferjan sigli þangað í framtíðinni. Síðustu daga hefur sá orðrómur gengið að samkomulag sé í höfn og vetrarsiglingar ferjunnar til nýs staðar myndu hefjast strax næsta vetur.

Forsvarsmenn í bæjarkerfinu í Fjarðabyggð sem Austurfrétt hafði samband við gáfu sömu svör og sögðu málið enga frekari þróun hafa orðið í málinu síðan ákvörðun var tekin af hálfu hafnarstjórnar og bæjarráðs að halda viðræðunum áfram.

Rúni sagðist engu frekara hafa við að bæta um viðræðurnar við Fjarðabyggð.

Smyril-Line er að meirihluta í eigu færeysku landsstjórnarinnar í gegnum Framtaksgrunn Færeyja. Seyðfirðingar áætla að 50-60 störf séu í hættu í bænum hverfi ferjan þaðan.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.